föstudagur, júní 27

Metal og önnur afþreying
Mér áskotnaðist um daginn 2500 kr. inneign í Smáralindinni og var henni eitt í nýja Metallica diskinn, St. Anger. Nú ekki er annað hægt að segja um gripinn en að hann sé mjög tormeltur. Því að ég hef átt hann í rúma viku og hlustað á hann svona einu sinni á dag en ekki alveg gert upp hug minn. Diskurinn er uppfullur af svona "grrrrr" og er það hið besta mál. Textarnir eru á mörgum stöðum slæmir en alls ekki öllum. Lögin eru sum góð, sum fín og er eitt frekar slappt. Það ber þó að segja að diskurinn er mjög góð heild, erfitt er að setja eitt lag í og hlusta bara á það, maður þarf að hlusta á allan gripinn í einu. Þetta er öðruvísi tónlist en maður er vanur frá metallica og í raun harðasti diskur þeirra síðan 1988. Það var ánægja að fá DVD með öllum lögunum í kaupbót með disinum.
Nú á þriðgjud fékk ég óvænt miða á Greese og skellti ég mér því upp í borgarleikhús. Það var vissulega gaman á sýningunni og var Jónsi " svörtum fötum" mun betri af tveimur aðalleikurunum. Þegar maður fer að sjá söngleik eru lögin sem að skipta máli en leikur og handrit hafa lítið um hlutina að segja. Þannig að lögin voru góð (synd að flest þessi skemmtilegu eru fyrir hlé) og uppsetningin hin fínasta. Veit ekki hvort a ég hefði borgað mig inn á þetta en "hei it was free" svo að ég get ekki kvartað.
Nú í gær fór ég í fyrsta sinn í lúksus salinn í Álfabakka og ég verð að gefa honum top einkunn. Ef menn ætla á annað borð í lúksus sal þá er þetta málið. Eftir að hafa prófað þennan sal finnst mér eins og ég hafi verið rændur þegar ég fór í Smára bíó, fjandans Skífan.

Nú ég læt sjá mig í "the Golden Circle" þarf bara fá að vita hvenær farið verður svo ég geti pumpað áður. Alþjóð veit að ég er alltaf til í djamm og nóg er af fólkinu sem að er eitt heima (ég, Jói og Snæbó, Baldur er á Roskilde). Augljóst er að ég verð að fara á Skóga fyrstu helgina í júlí og er ekkert hægt að gera í því en þar verður auðvitað magnað stuð "og munu færri komast að en vilja" (DV Fókus, 27.06.03).

Engin ummæli: