þriðjudagur, júní 24

Valið
Í dag ætla ég að skrifa um hið erfiða val sem að stendur fyrir mér í lífinu á morgun. Annað hvort að sinna minni skyldu eða ekki. Þannig er nefilega mál með vexti að það á að fara kynna skógaútileguna sem er fyrstu helgina í júlí. Gallinn er bara að það á að kynna hana á mjög asnalegum stað sem að ég myndi helst ekki vilja finnast nokkurn tíman (dauður eða lifandi). Það á nefnilega að kynna útilegauna í leiðinlegasta þætti sem að ég hef séð (nokkurn tíman!!!), Fólk með Syrrí. Nú það eru tveir möguleikar í stöðunni a) að gera skyldu sína mæta (fá fríar snyttur og hvítvín) eða b)gefa skít í allt saman og bara vera heima hjá mér. Þetta er alvarleg dílemma en það kemur í ljós á morgun.

Engin ummæli: