mánudagur, desember 31

Dauði og djöfull

Mig langaði bara til að lýsa yfir andúð minni og fyrirlitningu á Einari fyrir að hafa haldið kick ass partý með fríum bjór og gini. Núna tveim dögum seinna er ég enn með gubbuþynnkubragð uppí mér og mér líður eins og beinin á mér séu full af litlum maurum sem eru að hlaupa um, og ég er í vinnunni, vei. Það þarf vart að taka það fram að þetta er allt Einsa að kenna og hann er kúkalabbi.

miðvikudagur, desember 19

Morðkvendi í ömmugerfi

Vá var ég hræddur núna rétt áðan. Ég var rétt í þessu að gefa frá mér gullið tækifæri til að gera allt vitlaust uppí vinnu þegar kellingarnar fóru að ræða trúmál og hversu æðislegt það væri að vera með kristinfræði og presta í leikskólum.

Eins og margir vita er ég harðlega á móti slíku, og þá sérstaklega ef aðrir eru fylgjandi því, og var búinn að koma mér í stellingar, aðeins farinn að æsa þær upp og var að undirbúa bombuna(með að kristið siðfræði væri í raun tilbúningur kirkjunnar því þetta væri í raun bara almennt siðfræði, það að trúboð í leikskólum og skólum væri lítið annað en heilaþvottur, að það væri ekkert fáránlegra að trúa á jólasveinana en jesús hinn klístraða og að það væri í raun lagaleg þversögn að hafa þjóðkirkju sem mismunar fólki, o.s.frv.).

Rétt áður en ég byrjaði á rantinu mínu með gleði í huga tók ég eftir örlítilli breytingu inni í kaffistofu(þar sem nota bene voru bara ég og svo sex 50 ára+ kellingar). Loftið kólnaði ögn, kliðurinn var horfinn og nístandi þögn komin í staðinn, og sex pör af augum, sem alla jafna eru góðleg og hlý, störðu á mig með áður óþekktum morðglampa í augum. Ég tók eftir að fjórar þeirra voru með eina hendi fyrir aftan bak og ég gerði mér grein fyrir að það væri til að leyna eggvopnum þeim sem myndu skera mig á hol ef ég héldi áfram.

Nú skipti hvert orð sköpum. "Ööööö....jaaaa....já, þessir trúleysingjar eru bara vitleysingjar, puff..." og svo hljóp ég út.

Mórall sögunnar: Stundum er betra að vera ekkert að pirra gamlar kellingar.

mánudagur, desember 17

Jólahittingur

Jæja strákar nú þurfum við að plana hitting. Það vill nebbninlega svo til að við erum allir orðinir svo rígfullorðnir að jólini eru pökkuð hjá mörgum. Nú er bara að opna outlookið, finna fólófaxið og láta ritarann sinn skrá þetta allt saman niður.
Legg til að við PLÖNUM allavega 2 hittinga
1. Þorláksmessa í hádeginu á Hótel 101 (Classic)
2. Spilakvöld (helst heima hjá Einsa og konurnar með).
Nú spyr ég HVAÐA kvöld eruð þið lausir. Veit að Einsi er með innflutningspartí þann 29 sem er ógeðslega fúlt þar sem ég þarf að fara í brúðkaup.
ALLIR að koma með tillögur.

ÉG kemst ekki 21 (kæmi seinna um kvöldið) eða 29. Annað er laust hjá mér.

Næsti........

föstudagur, desember 14

Snitzel og bjor

Staddur a flugvellinum i Zurich eftir 3 daga vinnuferd i Austurriki. Gatt ekkert etid a hotelinu nema Snitzel og bjor thar sem tad var eina sem eg skildi a annars mjog svo floknum austurriskum matsedli.
Fer beint af flugvellinum i Christmas Office party (flyg til City Airport eins og allir hinir storlaxarnir). Buid ad versla helling af vini og skreyta skrifstofuna. AEtla ad verda blindfullur og drepa all ur leidinum med EBITD-tali og muninn a Depriciation og Amortization.

Daist ad karlmennsku Krummans. Laetur okkur hina lita illa ut.

Kv

mánudagur, desember 10

Gjald karlmennskunnar

Úfff.....hvað gerir maður ekki fyrir machoið og lúkkið?

Ég var að keyra heim um 10 leytið á laugardagskvöldið síðastliðið þegar ég ákveð að stoppa við í sjoppu og kaupa mér eina kók. Alla jafna væri þetta hættulaust og heilbrigt atferli, en ó nei, ekki þetta örlagaríka kvöld.

Eins og fróðir menn vita þá bý ég í Árbænum og því er hentugast fyrir mig að koma við í N1 stöðinni í Ártúnsbrekkunni. Til að komast í þá ágætu verslun þarf einfaldlega að beygja útaf Ártúnsbrekkunni inná ramp sem tekur þig beint á bensínstöðina/sjoppuna/subway/burger king/kaffitár/ofl.

Nú bar svo við að þegar ég er að beygja upp rampinn tek ég eftir því að alveg neðst í rampinum er bíll stopp með hazard ljósin í gangi, og þegar ég keyri löturhægt fram hjá tek ég eftir að íbúi bílsins er undurfögur ung snót. Ef þetta hefði verið blöðruselur eða rauðhærður gaur með gleuraugu hefði saga okkar endað hér og nú.

Verandi sannur karlmaður og átrúandi macho lífernisins(sem felur í sér regluna að alltaf skuli hjálpa sætum stelpum í neyð) lagði ég bílnum og rölti til hennar þarna í náttmyrkrinu. Ég sá fyrir mér ferlega flotta bíómyndasenu þar sem bjargvætturinn, tall dark handsome stranger, kemur og bjargar snótinni úr bráðum háska. Hei, það má alltaf vona.

"Kvöldið" segi ég með mestu macho rödd sem ég gat galdrað upp "get ég hjálpað yður ungfrú?". Snótin leit á mig hýrum augum "tíhíhí, ég er bensínlaus, tíhíhí". Af fyrstu samskiptum okkar varð mér ljóst að um vel heimskt eintak var að ræða, en ég hélt áfram. "Á ég ekki bara að ýta þér, þetta eru ekki nema um 100 metrar?" og um leið hnykkla ég vöðvana og vonast til að lúkka vel mean og sterkur í leðurjakkanum. Stúlkan spurði hvort ekki væri betra að ná bara í brúsa, en ég hélt nú ekki, þetta væri svo stutt, hún ætti bara að setjast inn og setja í hlutlausann og ég skyldi vippa henni á staðinn.

Hei, var ég búinn að segja að þetta var í ÁrtúnsBREKKUNNI? upp í mót? Allavega, ég tek mér stöðu, gríp bílinn með mínum þórsglófum og ýýýýýýýtttiiiiiiiiiiiiii........ekki sentimeter. Fokk. Ég set fótinn undir mig, öxlina í bílinn og ýýýýýýýýýttttttiiiiiiiiii................ekki ögn. Fokkidífokk. Og ég að verða búinn á því, lappirnar farnar að titra og andardrátturinn kemur í stuttum rispum og ég er ekki kominn af stað. Þessi helvítis bensínbrúsi var farinn að hljóma heillandi, en það þýddi að karlmennskan, væri farin fyrir lítið. Stúlkan skyndilega opnar hurðina "tíhíhí, á ég kannski að taka hann úr handbremsu? tíhíhí". Nei elskan, hafðu hann í handbremsu og bakkgír, svona til að þetta verði ekki of auðvelt FÆÐINGARHÁLFVITI "jú, það væri ágætt" var það eina sem ég sagði samt.

Ok, eftir að handbremsan var farin tókst mér allavega að nugga honum af stað, ég tek það fram aftur að þetta var fokkings uppímót, í hálku og ca. 10 stiga frosti. Bíllinn fór loksins að mjakast og ég næ smá ferð á hann, en ég get svarið það lappirnar á mér voru að brenna, bráðna, molna, deyja. Þessir hundrað metrar urðu 3000 metrar, stelpukindin gat ekki haldið stýrinu beinu, og ég hrasaði tvisvar og fékk meiddi á sköflunginn.

Að lokum komst bíldruslan, með stelpudruslunni að dælunni. Ég alvarlega íhugaði að leggjast á planið og deyja. Mér var flökurt af áreynslu, mig langaði að gubba, lungun voru ekki að skila því súrefni sem mig vantaði(hei, ætti ég að fá mér sígó?) og ég titraði allur því að fæturnir voru að íhuga verkfall. En þá var komið að verðlaununum, ég skyldi tilbeðinn af ungum stúlkum, hróður minn ykist og sögur um heljarmennið og bjargvættinn myndu tröllríða smástelpusamfélaginu. Úje beibí, sjangríla here we come. Snótin sú fagra steig út úr bílnum, gekk eggjandi að mér og sleikti efri vörina staðnæmdist um 20 sentimetra frá mér og sagði "tíhíhí, æ takk, tíhíhí" og hljóp inn í sjoppu. Vei.

Nú, tveim dögum seinna er ég enn að deyja í fótunum, hjartslátturinn er enn óreglulegur og ég er með tvo plástra á sköflungnum. En hei, ég get sagst vera macho, það rokkar.

föstudagur, desember 7

Pöddudvergar

Hverskonar pödduskapur er það nú að vera að skemma fyrir manni jólastemmninguna?
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1307614

Þess má geta að Gautur er fnyktítta.

fimmtudagur, desember 6

Vegna fjölda áskoranna

Það er skemmtilegt að sjá Trölla tæla menn í umræður með einhverri rassasýningu. En ég verð að fara að taka undir þetta með honum ástandið er orðið uggvænlegt, ekki hefur einu sinni bólað á veiðigrobbi frá Krumma. Skýrist það reyndar af því að nákvæmlega EKKERT er aðveiðast þetta árið (fyrir utan þessar tvær sem hann og kallinn hlupu uppi áður en þeir fóru vestur.

Sá í fréttablaðinu að forsprakki vantrúar.is vill afnema þjóðsönginn á trúarlegum forsendum. Ég mundi nú bara spara mér debatið og krefjast þess að hann yrði afnuminn sökum almennra leiðinda og ómöguleika við flutning. heyrði í fréttunum um helgina að búið er að lækka þjóðsönginn um tóntegund, söng mönnum nær og fjær til mikillar gleði. Fréttinn sýndi svo lagið flutt sitt í hvorri tóntegund. Skemmst frá því að segja að tenórin nvar að skíta í brók í "eitt eilífðar smáblóm ..." kaflanum í báðum útgáfum. Ég er enginn tenór og get ekki séð hvernig einhver es-dúr eða what the fokk bjargar lífi mínu. Skipta bara yfir í Eldgamla ísaföld (flutt með breska þjóðsöngnum (sem reyndar er saminn af frakka(ætli bretinn viti það almennt)))

þriðjudagur, desember 4

Koma svo

Jæja, nú er nokkuð ljóst að ég þarf að grípa til örþrifaráða til að fá ykkur strákana til að kíkja á þessa blessuðu síðu okkar. Og hver eru svo mín örþrifaráð.... hvað er það sem strákar kíka alltaf á á netinu......

mánudagur, nóvember 26

Sumar myndir segja meira en þúsund orð.....ha..ha..



Þögnin rofin

Ég hugsaði um þetta í nokkuð langan tíma. Var búinn viða að mér upplýsingum alls staðar að. Lét svo til skara skríða og leysti vandamálið...mér tókst sem sé að finna út hvernig ég kæmist aftur inn á þetta blog.

Gaman að sjá að þrátt fyrir óravegalengdir til Húsavíkur á milli manna þá er líf í mönnum í netheimum. Víðáttumikil lönd og höf stoppa menn ekki í að leika sér saman...í einhverju spili um diplomasíu um heimsyfirráð. Ég sé kannski til, fyrst maður er slíkum leik í efnisheiminum á annað borð...heimsyfirráð eða dauði. Fyrst Vestfirðir - svo Manhattan.

föstudagur, nóvember 23

þriðjudagur, nóvember 20

Diplomacy


Hver man ekki eftir hinum geysivinsæla fjöslkylduleik Diplomacy.
Legg ég til að við aumu skrifstofublækur fáum smá spennu í líf okkar og tökum einn Diplomacy.....hverjir eru með.


mánudagur, nóvember 19

Vesturfara annáll

Jæja, Mósi lagði land undir fót til að næla í rjúpur um helgina. Það átti svo sannarlega að gerast stórtækur í veiðunum og ég rúmaði til í frystikistunni, færði til allt hreindýrakjötið og gæsirnar til að ég hefði nú pláss fyrir þá mergð rjúpna sem ég skyldi veiða.

Mósi lagði af stað á miðvikudagskvöldi og hitti gamla Mósa í sumarbústaðnum í Norðurárdal, og fór ekki betur en svo að ég var fullur í heitapottinum til 4 um nóttina. Það er svovum ekki frásögu færandi, nema fyrir þær sakir að ég var drifinn á fætur fyrir 9 næsta morgun til að ganga upp á Tröllatunguheiði. Djísús hvað ég verð alltaf þunnur! Og til að bæta gráu ofan á svart var versta veður síðan Amundsen var og hét. Í grenjandi rigningu og stormi gengum við um heiðina án þess að finna einn einasta fugl. Við fundum þó tvær rjúpnaskyttur pikkfastar í snjóskafli og fengum að vera voða spaðar þegar við drógum þá upp. Enn skemmtilegra var á leiðinni niður af heiðinni þegar við fundum þá fasta í öðrum skafli og fengum að draga þá aftur upp. Við fengum sem sagt enga rjúpu þann daginn, en fengum slatta af jeppalúðastigum fyrir að bjarga hinum lúðunum.

Dag hinn þriðja vorum við komnir í lendur Teits hins digra á Flateyrum. Við gengum þar á fjöll, upp skelfilegar brekkur og skriður, klöngruðumst í klettum og ófærum og sáum ekki fjöður! Reyndar tókst okkur með þrjósku og þrautseygju að finna tvær veðurbarðar og hraktar rjúpur undir lok dags og voru þær skotnar miskunnarlaust.

Þá var kominn tími til að heilsá upp á káta björninn á Flateyri. Kallinn flúði eitthvað kellingaboð heima hjá sér og kom í konjak og öldrykkju hjá mér, pabba og tengdó. Svo þegar gömlu voru sybbnir og fóru að sofa kom Teitur með þessa líka stórgóðu hugmynd: förum á pöbbarölt! Ha? Jújú, hvaða pöbba? Feitur vippar upp forstjóraveskinu, hringir á leigubíl(já, þeir eru víst tveir þarna á Vestfjörðum) og dröslaði mér yfir til Ísafjarðar þar sem við gátum jú vissulega rölt á milli tveggja pöbba, og verður það því að flokkast sem löglegt pöbbarölt.

En öllu háði sleppt þá var vissulega gott og gaman að hitta góða félaga, og enn betra að sjá að þeir hafi það í raun bara helvíti gott. Nóg að gera við að bjarga heilu sveitarfélagi og svona. Það er þó einungis eitt sem ég tók eftir að vantar alveg sárlega þarna hjá honum Feiti. Já, eitt svona lífsnauðsynlegt sem kalla má lífsgæði; konur! Það eru bara engar konur þarna. Við fórum á cosmopolitan klúbbinn Edinborgarhúsið, og þar voru um 30-40 karlmenn og engar konur. Þaðan röltum við yfir á listamannahangoutið LangaManga, og þar var bara einfaldlega enginn! Ég hef því sent beiðni um að einn farmur af konum verði sendur þangað til hans, þetta bara gengur ekki lengur!

En árangur helgarinar er eftirfarandi: 2 rjúpur hvítar, þakkir frá lúðum sem festa sig og svo heljarinnar þynnka eftir vestfirskt pöbbarölt.

laugardagur, nóvember 17

Aðkomuviðvörun


Eigendur hinnar margrómuðu Ölstofu kennda við þá hina sömu hafa sent frá sér aðkomuviðvörun vegna stórminnkandi áfengissölu á 3 ársfjórðunig.
Fréttastofa FUGO hefur eftir Kormáki að þetta hafi nú allt byrjað með reykingabanninu. "Svo tók nú bottnin úr þegar okkar helsti fastagestur, Teitur hætti að venja komur sínar á staðinn. Maður gat alltaf treyst á að Teiturinn kæmi a.m.k tvisvar í viku til að fá sér nokkrar kollur. Það hjálpáði líka til að það var alltaf mikill sveimur af kvennfólki í kringum kallinn sem lífgaði mjög upp á stemninguna".

Reikningur hefur verið stofnaður til hjálpar Ölstofunni í Sparisjóði Húnvetninga, 323-26-22227.

En hefur Kormákur einhver skilaboð til Teits. "Tja við söknum hans Bjössa okkar voðalega (en fastakúnnar og starfsmenn þekkja Teit helst undir gælunefninu, Feiti Björn), þurftum líka að taka smokkasjálfsalan niður af klósettinu því það seldist ekkert eftir að kallinn fór. En við vonum bara hið best að hann láti sjá sig sem allra fyrst".

föstudagur, nóvember 16

miðvikudagur, nóvember 14

Smá Miðvikudagsgrín

Vestur-víkingur

Talandi um veiðipósta og veiðiferðir, þá vill svo skemmtilega til að ég er einmitt í þann mund að fara í eina slíka á eftir. Ferð mín liggur fyrst í Norðurárdalinn, en svo mun ég halda í víking vestur á firði. Tilgangur ferðarinnar er vissulega að bjarga Önundarfirði undan ágangi rjúpunnar, en heyrst hefur að þetta skelfilega rándýr hafi orðið mörgum að aldurtila það vesturfrá.

Svo er það annað mál, að ég hef heyrt um mikinn mann, ljósan yfirlitum, sem hefur tekið völdin á Flateyri og mér hefur verið sagt að til að mega koma þangað þurfi fyrst að fara á fund hans og fá leyfi. Ætli maður verði ekki að gera það líka.

Veiðipóstur XXXIV

Fór á fashanaveiðar um daginn. Það var ógeðslega gaman. Veiddi fisk líka hann var stór.... HRIKALEGA stór. Nú býð ég bara eftir að komast á Jakuxaveiðar á Grænlandi, dude hvað það verður sweeet.

Ég óska FUGO til hamingju með að vera aftur tekið til starfa. *muna svo: málefnaleg umræða er ekkert skemmtileg!

þriðjudagur, nóvember 13

Bargvætturinn af Vestan..














"...Við þurfum að bretta upp ermar og auka umsvifin með meiri vinnslu,“


" Á skrifstofunni arðræninginn situr og hlær
því línuritið sýnir að afköstin eru meiri í dag en í gær.
Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær....."

Annars vil ég óska Teiti til hamingjum með vel unnin störf fyrir vestan. Spurning hvenær hann fái afhenta lyklana af bænum

mánudagur, nóvember 5

Kaupahéðinn

Jæja, þá er Mósi kominn inn í hlýjuna og beint á spenann. Hvar eru samt allir bloggararnir okkar?

mánudagur, október 8

Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum

Hrikalega er ég sáttur við Kólumbus að hafa fundið Ameríku á mánudegi, fínar þessar þriggja daga helgar. Hins vegar er það með ákveðnum trega í hjarta þegar ég hugsa til þess að þetta er síðasti aukafrídagurinn sem ég fæ hjá sendiráði hins illa. Mósi hefur nebbla ákveðið að hætta allri njósastarfsemi fyrir Dubya og hefur ráðið sig til Ríkiskaupa. Nú mun ég eyða mínum dögum í að eyða ykkar peningum í hitt og þetta fyrir hönd opinberra stofnanna og fyrirtækja. Ég vil um leið þakka ykkur öllum fyrir að borga launin mín; munið að brotabrot af ykkar skatti fer í að kaupa DVD myndir handa mér, muha.

laugardagur, október 6

Veiðimósi: The Return

Jæja, þá er veiðihaustið senn liðið, en mér tókst að slútta því með stæl(að mér finnst allavega...) Ég fór á miðvikudagseftirmiðdegi í lax og náði að snara upp einum 8 punda og svo missti ég annan. Helga aflakló náði sér í einn um morgunin og er þetta þriðja sumarið í röð sem hún tekur lax.

Ég fór svo á gæs á laugardagsmorgun með gamla. Heví stuð, mikið skotið og fimm fuglar til viðbótar fallnir.

Þá er bara að bíða eftir rjúpunni......

fimmtudagur, september 27

Líður tíminn?

Félagi Gautur gerði tímann að umfjöllunarefni sínu í bloggi gærdagsins. Lesa má færslu hans hér. Þarna veltir hann fyrir sér hugmyndum okkar vestrænna manna um tímann og hvernig hann líður áfram án þess að við fáum neitt að því gert. Ég held að einmitt þessi hugmynd okkar um tímann geri það að verkum að við erum alltaf of sein! Tíminn þýtur áfram eins og beljandi stórfljót og við erum bara að reyna að halda okkur á floti. Sífellt á leiðinni eitthvert, í endalausu kapphlaupi við tímann.

"Er eitthvað í rauninni liðið og ókomið?....."
Þetta segir Gautur jafnframt í færslu sinni og þarna hittir hann á mjög athyglisverða hugmynd. Hann segir, sem vissulega er rétt, að tíminn sé einfaldlega kenning. Vesturlandabúar hafa þá kenningu að tíminn sé lóðréttur ás sem líður áfram. Atburðum er raðað á þennan ás, þeir líða framhjá og koma þá aldrei aftur og annað hvort grípa menn tækifærið eða missa af því.

Heimspekingurinn Gunnar Hersveinn veltir tímanum einnig fyrir sér í bók sinni Gæfuspor. Þar talar hann um önnur samfélög manna og kenningar þeirra um tímann. Í ákveðnum samfélögum í Afríku bendir hann á að kenningin um tímann sé allt önnur. Þar líta menn á tímann sem hring. Þar líður tíminn ekki, þar kemur hann. Þess vegna er óarfi að vera á stöðugum handahlaupum á eftir tímanum, kenningu sem vel að merkja maðurinn sjálfur bjó til í því sjónarmiði að auðvelda sér lífið en hefur nú tekið völdin af skapara sínum. Ef þú missir af strætó þá kemur einfaldlega annar. Þannig kemur tíminn í Afríku og ekki nóg með það heldur kemur hann alltaf aftur og aftur. Svipað og á enginu sem Gautur talar um.

Það væri skiljanlega erfitt fyrir einn mann að reyna að lifa eftir þessari kenningu í umhverfi sem er gegnsýrt af ósamrýmanlegri kenningu, en við megum öll við því að slaka aðeins á. Tíminn er peningar sagði einhver en hvíldin er líka peningar, án hvíldar gætum við ekki gert handtak. Við myndum einfaldlega veslast upp og deyja. Stundum liggur manni á, það er skiljanlegt en þess í milli er nauðsynlegt að staldra við, horfa í kringum sig og finna lyktina af nýjum degi. Því ef við ætlum ekki að njóta þess að vera til, til hvers er þá lífið?

miðvikudagur, september 26

Veiðimósi strikes again

Jæja, þá fór Mósi til veiða ásamt Kolla og Pabba. Við byrjuðum í Stóru-Laxá, ég reyndar ekki fyrr en á laugardagsmorgun, en hinir höfðu byrjað á föstudeginum, nema Kolli sem kom á fimmtudeginum. Það breytti engu, því að engin veiddi neitt, hvorki ég né hinir. Kolli er reyndar með einhverja lygasögu um lax sem hann segist hafa sleppt, en allir sem þekkja Kolla mink vita að það er eitthvað dúbíus við þá frásögn.

Eftir að hafa losað önglana úr rassinum fórum við á gæs á sunnudagsmorgun. Það var algjört skítaveður og ætti að vera ólöglegt að fara út kl. 5:30 að morgni í rigningu og roki og skítakulda. Það fór svo reyndar að birta til yfir okkur þegar líða fór á morgunin því að það var slatti af gæs að fljúga, og náðum við 7 stykkjum. Ég skaut sjálfur 3 þeirra, meira en allir hinir múhaha, og hef því tekið mér titilinn Gæsahaukur Dagsins!

mánudagur, september 17

Mósapabbi: Part II

Jæja, þá er sumarmósi kominn úr sumarfríi, hættur að flatmaga á lygnum öldum Miðjarðarhafsins og farinn að mygla í jakkafötum og bindi á klakanum. En það er þó ekki aðalefni þessa pósts. Mósi hefur nefninlega tekið eftir vaxandi trendi hjá FUGO mönnum, þ.e.a.s. þeir eru að verða fleiri og fleiri sem eru að unga út börnum. Ég var svosum fyrstur með þessa nýung innan hópsins, en það var meðan það var hipp og kúl og soldið költ. Til að halda sérstöðu hefur Mósi því skipað fyrir um smíði annars slíks krílis, og er frú Mósi komin heilar 15 vikur á leið með verkefnið. Svona smíði tekur um 40 vikur, og er því áætlað að verkið verði afhjúpað þann 8. mars næstkomandi, þá fullsmíðað. Ekki er enn vitað hvort hið nýja kríli verði strákur eða stelpa, en Mósa hefur þó verið hótað hinum og þessum refsingum af Mósu litlu ef kríli skyldi verða strákur, hún vill eingöngu litla systur.

sunnudagur, september 2

Vinnuvikan loksins búin

Þá er maður búinn að uppfylla skildur hins vinnandi manns. Í gær sat ég í rigningunni í tvo tíma að bíða eftir að æðri máttarvöldum þóknaðist að hefja skemmtidagskrá annars dags Ljósanætur.

Þegar við mættum kl. 13.30 í Reykjanesbæ í búningum tilbúin að fara á svið hálftíma seinna komumst við að því að hljóðmaðurinn væri farinn á spítala af því hann hefði fengið sviðið í hausinn! Það fauk sem sagt á hann hátalarastæða eða eitthvað. Rokið var svo mikið að það sem ég taldi úr fjarlægð að væru gasblöðrur voru í raun börn í mislitum pollagöllum sem voru fest í spotta sem foreldrar þeirra héldu dauðahaldi í!

Hljóðmaðurinn skráði sig loks út af spítalanum eftir að búið var að sauma saman á honum ennið og hann tekið vænan skammt af verkalyfjum, svo vænan að hann var orðinn glaseygur og slefaði svolítið þegar hann talaði, en hvað um það, maður er öllu vanur. Þegar hann var svo til í að hefja dagskrána þá flæddi hins vegar inn á sviðið og rafmagnið fór af öllum mögnurum!

Það ver svo um það bil tveimur tímum eftir að við mættum á svæðið sem dagskráin hófst og merkilegt hvað hátíðargestir höfðu verið þolinmóðir að bíða eftir þessu enda slatti af fólki sem var á svæðinu þegar við stigum á svið. ÉG hef reyndar óljósan grun um að það hafi verið vegna þess að allir voru búnir að hæla sig fasta við flötina og þorðu sig hvergi að hræra af ótta við að fjúka út í hafsauga...

Það sem þetta kennir okkur er að það er kannski full mikil bjartsýni að halda útihátíð á Íslandi í september!

Í dag var þess vegna hafst við undir styrku þaki Borgarleikhússins þar sem ég söng fyrir, spjallaði við og steikti vöfflur ofan í gesti og gangandi.

Sem sagt þessi venjulega vinnuvika að baki og nú getur maður slappað af fram á næstu helgi!

miðvikudagur, ágúst 29

Vinnustríð

Ég er í ákveðnu stríði þessa dagana við PD deildina hér uppí sendiráði(PD stendur fyrir Public Diplomacy). Ein af skyldum PD er að setjast niður með sendiherranum á hverjum morgni og útskýra fyrir öllum hvað sé að gerast í fjölmiðlum. Sá sem átti að sjá um það í dag, nýliði og óreyndur, stökk inn til mín rétt fyrir fundinn og vildi fá smá tips hvað væri að gerast í fjármálaheiminum. Hér er brot úr samræðunum:

PD gimp: "Hadlabadur, can you help me out, what's happening in the ECON world? I don't understand anything"
Hadlabadur: "Ah, you know, just the usual; Flying Monkey stocks are rising, troubles in the Narnian economy are causing unrest for the Icelandic Króna, and Keyser Söse made a hostile takeover bid for Acme Inc."
PD gimp: "Oh jeez, thanks man, I owe you one!"

Ég á svo eftir að tala við hann eftir fundinn sem er í gangi núna.

mánudagur, júlí 23

Stemming drengir

Alltaf gott að byrja vikuna á Youtube.

þriðjudagur, júlí 10

Veðipósturinn

Jæja, þá eru línur farnar að skýrast!

Veiðimenn eru farnir að hita upp, Gubbi Nerg kominn með veiðihanska og Páfagautur farinn að æfa fluguköstin. Trölli situr sár í London og keypti sér gullfiska og leikur sér við að háfa þá upp og Skeinar fannst loks í drullupolli á Skeldunni.

Þeir sem koma í veiðina eru:

Mósagrís, formaður
Páfagautur, veiðiþjónn
Skeinar, yfirmaður bjórbirgða
Feitur, lögfræðilegur ráðgjafi
Einar, frændi
Nærbuxna-Atli, fluffer
Bóbó, yfirmaður neyðarhjálpar
KÍB, maðkur
Hugni, hirðfífl
Kretín-Kolli, fulli gaurinn
Gubbi Nerg, burðarsveinn

Kofinn er sagður rúma 10, þannig að við verðum bara að vera kátir kallar og kúra saman, en ég get ekki trúað því að það verði vandamál í þessum hýra hóp.

Við verðum á þrem bílum og ég legg til að skiptingin niður á bíla verði eftirfarandi:

Bíll 1(dvergjeppinn hans Skeinars)
Skeinar(bílstjóri)
Hugni
Bóbó
Feitur

Bíll 2(píkujeppinn hans Einars Frænda)
Einar Frændi(bílstjóri)
Nubbi Gerb
Nærbuxna-Atli

Bíll 3(fjallajeppi og lúxusbifreið í boði Dumma)
Mósagrís(bílstjóri)
Kretín-Kolli
KÍB
Páfagautur

Þetta er að sjálfsögðu bara tillaga, þannig að ef að menn vilja sitja í fanginu hver á öðrum eins og löðrandi kellingar þá er það fínt mín vegna.

Við fáum kofann kl. 19:00 á föstudaginn svo ég legg til að menn séu lagðir af stað úr bænum ekki mikið seinna en 15:00, 14:00 fyrir Skeinar því hann keyrir eins og kelling. Við getum byrjað að veiða um kvöldið þegar við erum komnir með kofann svo ég mæli ekki með að menn drekki í bílunum(hefur nákvæmlega ekkert með það að gera að ég sé að keyra).

Þið skuldið mér allir 5.500 kr. á mann fyrir kofa og leyfum, sendi á ykkur reikningsupplýsingar á meili.

Ég nenni ekki að útlista hvað þarf að taka með, ef þið gleymið einhverju mikilvægu þá ætla ég að hlæja að ykkur.

Hver og einn sér um mat fyrir sig. Ég verð með ferðagasgrill, en ég mæli með að það verði 4 einnota grill með í för því að ferðagasgrillið rúmar ca. 2 pulsur í einu.

Endilega kommentið ef ég er að gelyma einhverju.

Kv.
Veiðimósi

fimmtudagur, júlí 5

Tímamótablogg

Hvernig er það á ekkert að fara að koma með eitthvað tímamótablogg hérna.. ( veit að það er erfitt að keppa bið "kjúklingaskrímslið" hans Krumma... en það er O.K að reyna...... )

mánudagur, júlí 2

Kjarnorkuþynnka en vel þess virði

Ég vil byrja á að þakka fyrir mig, þetta var snilld! Að vísu þá hringdi síminn í morgun og það var verið að reyna að bóka mig í trúðagigg, ég sagði bara nei, því ég meika ekki meira. Ég er ennþá þunnur síðan á laugardaginn (eða tæknilega séð síðan á sunnudagsmorguninn).

Þetta var mjög skemmtilegur dagur, það er verst að þið útlandagemsar voruð fjarverandi, ykkar var saknað en engar áhyggjur, ykkar skammtur af fjöri (og áfengi) var til staðar.

Það sem er eiginlega fyndnast er samt það að Sverrir vinur minn var að flyjta í gær og það mætti náttúrulega enginn af félögunum til að hjálpa við burðinn enda menn í misjöfnu ástandi út um allan bæ.

Marblettirnir úr paint ballinu eru byrjaðir að hjaðna, sem er ágætt því ég hef þurft að sofa á maganum síðustu tvær nætur!!!

Já og öryggisvörðurinn úr Kringlunni hringdi, hann þarf að vita hvert hann á að senda sektina...

Jæja, þá þarf ég að hlaupa í blóðhreinsun til að ná áfegninu úr kerfinu.
Takk aftur strákar!

mánudagur, júní 25

Kjúklingaskrímsli

Dúd hvað ég var að læra bestu leið til að grilla kjúkling ever, og líka massaeinfalt. Fyrir ykkur grilláhugamenn þá er uppskriftin eftirfarandi:

1. Opna bjórdós og drekka ca. hálfa dósina
2. Troða hálffullri bjórdósinni upp í rassinn á kjúklingnum(mæli með að það sé búið að drepa hann fyrst, gæti verið smá ströggl annars)
3. Láta dósina með kjullanum á standa á grillinu og grilla í 45 mín.
4. Borða kjulla

Bara snilld. Það er reyndar gott að krydda kjullan til og setja smá hvítlauk ofan í bjórinn áður en kjullinn er analaður, en menn fikta sig bara áfram. Svo er þetta líka alveg stórkostlega fyndið útlitslega séð, kjulli standandi á grillinu með bjór milli lappana, og dóttir mín sagði að ég væri að grilla kjúklingaskrímsli.

Kv.
Matarmósi

þriðjudagur, júní 5

Af gæsun smokksins ofl.

Djöfull er ég hættur að drekka núna. Ég skil ekki hvernig það er hægt að vera þunnur í marga daga eftir eitt lítið fyllerí. Án gríns, ég datt smá í það á laugardaginn og ég er enn að mygla. Ekki sanngjarnt. En við skulum samt fara yfir lærdóm helgarinnar.

Lexía 1: Þegar steggja skal smokka skal gert ráð fyrir því að um stelpu sé að ræða og allt áfengismagn miðað við það. Ég var viðriðin planeringuna og passaði mig á að miða alla drykkju steggsins við um helming af því magni sem ég var látinn drekka. Allt kom fyrir ekki og Unnar var dauður kl. 19:00. Eins gott að við pöntuðum ekki sumarbústaðinn eins og ætlar var.

Lexía 2: Ef að steggir eru sendir í lappavax(fram skal tekið að það var ekki mín hugmynd, og mitt vetó á slíkan asnaskap var hunsað) þá skal þess gætt að a) steggurinn sé ekki of fáránlega fullur til að skilja hvað er að gerast, og b) þegar einhver segir "og svo taka allt saman"(eigandi við að taka hárin aftan á kálfunum líka) að steggurinn misskilji ekki og fari úr naríunum, glenni í sundur lappirnar og þar með sendi greyið 18 ára vaxstelpuna grátandi út. Reyndar var b) ein fyndnasta sena sem ég hef upplifað, þannig að kannski þarf ekki að passa sig of mikið á því.

Vonandi lærum við eitthvað af þessu.

Hins vegar fer að nálgast veiði. Hvern vantar að kaupa sér veiðidót og svona? Þarf ég aftur að lána einhverjum eitthvað? Láta vita tímanlega því að það styttist óðum í herleghetin, ójá!

þriðjudagur, maí 22

Af ritverkum FUG-manna

Var að blaða í gegnum uppáhalds tímaritið mitt Tíund sem er fréttarbréf ríkisskattstjóra, rakst ég þar á einkar áhugaverða grein , grein sem vissulega markar vatnaskil í skattarétti á Íslandi, jólagjöfin í ár ekki spurning. Eftir lesturinn rek ég augin í glottandi kunnulegt trýni... og viti menn er þá ekki sjálfur Smokkurinn höfundur ritsmíðinnar...... jahá allir vildu Lilju kveðið hafa!

gratúlera

föstudagur, maí 18

Sinalco-drykkurinn minn.

Sinalco er elsti gosdrykkur Evrópu, fyrst settur á markaðinn 1902 og er hann nú seldur í 40 löndum. Þýski vísindamaðurinn Friedrich Eduard Bliz fann up Bliz Brause gosduftið..... hann fékk sér einkaleyfi á draslið og fannst stytting latnesu orðana Sine alcohole eiga vel við og þannig fæddist sínalcóið.

Hver man ekki eftir Seltzter drykknum sem einn ágætur félagi okkar var kenndur við í eina tíð... mikil eftirsjá er af þessu samstarfsverkefni Íslensk Bergvatns og kanadískra aðila. Seltzerinn hafði engin litarefni og engin rotvarnarefni auk þess að vera laus við hvítann sykur.... heitið má rekja til nátturulegra hvera náglægt bænum Nieder-Selters.... áhugasamir geta því fjölmennt þangað.

Áhugafólk um gosdrykkjamenningu 20. aldarinn ar eru hvattir til að láta sjá sig á basar félags áhugafólks um gosdrykki sem haldin verður í Rúgbrauðsgerðinni næstkomandi laugardag.

mánudagur, maí 14

Veiðimósi

Jæja, þá er Mósi búinn að sveifla stönginni og blóðga flugurnar. Fór í massagóðan veiðtúr með Vonlausa um helgina. Fengum fullt af fallegum silungum, Gölturinn tók einn 5 punda og ég náði einum 2.5 punda, restin var um pundið sem er flottur matfiskur. Heví stuð í góðu veðri. Verst að stjórnin hélt velli, annars hefði þetta verið fullkomin helgi.

Mósi er núna æstur í meiri veiði og hlakkar mikið til að fara með veiðideild FUGO á heiðina í júlí, þar munu sko stórhvelin falla. Hei, hvað þoriði að veðja miklu að Gautur detti útí og fylli vöðlurnar sínar af vatni?

fimmtudagur, maí 10

Fréttatilkynningar

Eftir langa stjórnarfundi var ákveðið á aðalfundi FUGO að færa út kvíarnar og stofna ´fyrsta útibú félagsins. Stjórninni er gleði efni að tilkynna að FUGO-London Branch tekur til starfa með haustinu og eru áhugasamir kvattir til að fylgjast með.

Hefur Ýmir Örn Finnbogason verið skipaður Prótókolstjóri þessarar nýju deildar.

FUGO-mönnum er farið að lengja í veiði og er pressan alltaf að aukast um að veiðin verðu drjúg. heyrst hefur að nærbuxna-Atli sé búinn að eyða vetrinum í að tálga veiðistöng auk þess sem mósi hefur eitt lunganu af sínum frítíma í fluguhnýtingar.... þannig að það liggur fyrir að samkeppnin verður hörð.

Litla leikfimifélagið hefur opnað fyrir umsóknir á ný vegna fjölda áskoranna áhugasömum er bent á að hafa samband við skrifstofu FUGO.

þriðjudagur, maí 8

Garðamósi

Grísinn mósandi réðst í það stórvirki um helgina að smíða tæplega 50 fermetra sólpall í garðinum hjá sér. Mósi hafði svona vonast til þess að ná að klára burðargrindina um helgina og geta svo dekkað hann seinna, það hefði verið fínt. But nooooo, Ofurmósi mætti á svæðið(fyrir þá sem ekki vita er Ofurmósi með grímu og skikkju og gerir oft svala hluti, en furðulegt nok þá er hann aldrei á sama stað á sama tíma og Mósagrís) og kláraði pallinn fyrir kvöldmat á sunnudag. Það var ekki nóg fyrir Ofurmósa, því hann lagaði allan garðinn líka, jafnaði hann út með jarðvegi, hreinsaði illgresi og þökulagði allt sem vantaði gras. Ekki nóg með það þá hefur Ofurmósi borið rúmlega hálft tonn af möl sem frú Mósi vildi endilega fá upp við pallinn og meðfram húsinu. Þegar Mósagrís kom aftur heim úr sjoppunni var Ofurmósi á bak og burt, en búið var að umturna garðinum og get ég því chillað það sem eftir er sumars. Merkilegt nok þá er ég að drepast úr verkjum í öllum líkamanum, en það er líka algjört hell að vera 3 daga að fara útí sjoppu.

Svo fer veiði að nálgast. Veiðimósi er að fara um helgina í smá æfingartúr með Vonlausa, en miklar vonir eru bundnar við árangur FUGO á heiðinni í sumar. Flugumósi er búinn að hnýta flugur á fullu undanfarið og þykir nokkuð ljóst að þar séu mörg hin skæðustu vopn sem fella munu margt stórhvelið í sumar.

sunnudagur, apríl 29

SVínið sagði ekki ég ....þá verð ég bara sjálfur að blogga

Er það bara ég eða er eitthvað óstjórnlega pirrandi við auglýsingar framsóknarflokksins þar sem Jón Sigurðsson er að útskýra fyrir manni um hvað málin snúast... veit ekki en held að þeir ættu nú bara að fara að ná í Hummerinn sem þeir notuðu í borgarstjórnarkostningunum í fyrra, leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða og þá ætti þetta að vera komið.

Baráttusamtök edriborgara klikkuðu á að skila inn framboðslistum á tilsettum tíma..... hvað á maður þá að kjósa.
´
Hrafn Gunnlaugsson vill byggja 70 hæða háhýsi þar sem pravda var... afhverju eru menn alltaf að spyrja hann álits.....

Væri samt gaman að sjá fleiri háhýsi í Rvk nú er Kópavogur meira að segja að skjóta okkur ref fyrir rass hvað það varðar....

Væri gaman að sjá einhvera stórhuga brjálæðinga byggja einhver svona skýjakljúf.... þar sem að Björgúlfur trónir nú tugum hærra en Donald Trump á Forbes listanum er þá ekki kominn tími á Thor-Tower í Rvk City...

maður spyr sig

miðvikudagur, apríl 25

Sælar dömur

Góðan daginn langaði til að óska´landsmönnum nær og fjær til hamingju með 180 ára afmæli Amtbókasafnsins á Akureyri sem stofnað var 25 april 1827 af þá verandi amtmanni þeirra norðanmanna Grími Jónsyni.....

Við Bauninn héldum líkamræktarátakinu "Smekklegri bumbur" áfram í morgun, það standa sko allir upp í ræktinni og klappa fyrir strákunum sem gerðu það létu drauminn veðra að veruleika og vöknuðu klukkan 6 á morgnanna til að mæta í ræktina, þegar við mætum í kofann.....

hvernig er annars stemmari á mönnum þessa dagana?????

þriðjudagur, mars 27

Long time no ... FUGO

Jæja drengir nú er orðið alltof langt síðan að það var tekið gott FUGO kvöld. Ég segji að það sé löngu orðið tímabært að við hittumst einhverja helgina fáum okkur einn eða tvo klada og spjöllum liðna tíð. Ég á að vera opinn næstu helgar, hvað hentar ykkur?

föstudagur, mars 16

Nú er það komið, slegið og klárt!

Jæja skúnkar, þá er veiðimósi búinn að leigja kofann á heiði Arnarvatna. Við höfum kofann frá kvöldi föstudagsins 13. júlí fram til kvölds sunnudagsins 15. júlí. Nú þurfa menn að fara að brýna stangirnar, skerpa öngla og æfa sig í veiðihnútum því nú verður ekki aftur snúið. Teitur er meira að segja með stór plön um að verða sér úti um fljótandi, mannheldan cupholder svo hann geti svamlað á vatninu til hinna fiskanna. Gautur þarf að gera það upp við sig hvort hann ætli að kaupa sér vöðlur eða bara teipa á sig plastpoka eins og síðast og Einsi þarf að æfa sig í kokteilsmíðum því hann verður veiðiþjónn. Gunni, Nærbuxna-Atli og Snæbó mega svo koma með því það er gott að hafa svona "cash-cows" þegar við spilum póker um kvöldið, og svo eru þeir líka góðir í uppvaskið. ,

Smokkurinn verður fjarri góðu gamni þar sem hann er víst að gifta sig í sumar og ætlar konan að sýna nýtilkomið eiginkonu-vald sitt verki og banna honum að koma með okkur. Sveiattan. Svo er það stóra spurningin hvort að Tröllið okkar komist úr þoku Lundúnaborgar til okkar og hvort að Jói sé bara kynvilltur eða almennt villtur og ratar ekki uppá heiði. Kolli er kúkur og getur aldrei svarað nema með einhverju kanski umli og því verður hann líka flokkaður sem kynvillingur og kemur "jaaa....huh...kaaanski..uuu..."

Allavega, ég þarf víst að rukka ykkur pungana um pénínga. Ég borgaði 30 þús kall fyrir kofann og það eru 6 búnir að bóka sig með:
Teitur
Gautur
Einsi
Snæbó
Atli
Gunni

Ef við reiknum með að allavega einn bætist við, sem ég reikna alveg með, þá gerir þetta 3750.- á kjaft fyrir helgina. Ég sendi á ykkur emil með reikningsupplýsingum á eftir og gaman væri ef þið gætuð riggað þetta sem fyrst. Það er nóg pláss fyrir alla, þannig að ef fleiri bætast við þá er það bara betra og fá þeir að borga ofan í okkur bjórinn, bensínið eða eitthvað annað sem okkur finnst sanngjarnt.

Veiðimósi, út.

þriðjudagur, mars 13

Veiðipósturinn

Jæja skúnkar, þá fer að verða komin smá mynd á þetta hjá okkur. Stefnan skal tekin á Arnarvatnsheiði helgina 13-15 Júlí. Við leigjum kofa á staðnum og með veiðileyfum ætti þetta ekki að vera mikið meira en 5000 kall á kjaft fyrir helgina. Það eru að vísu smá gallar við þetta, en það er ekkert óviðráðanlegt. T.d. þurfum við að vera á ansi vígalegum bílum til að komast þangað upp. Ég og Gunni getum líklegast báðir verið á trukkum sem er kannski nóg, en það væri betra ef einhver annar gæti líka verið á bíl. Svo vil ég að menn viti að það getur verið alveg drullukalt þarna uppi ef við erum óheppnir, en ef við erum heppnir með veður þá er þetta algjör snilld.

Ég vil fá smá fídbakk frá ykkur áður en ég panta kofann, en þeir sem þegar hafa meldað sig eru:

Mósagrís
Skeinar
Páfagautur
Feitur
Gubbi Nerg
Nærbuxna Atli
Bóbó
Skói
Kretín Kolli

Það væri gaman ef menn gætu staðfest komu sína í commentum hér fyrir neðan og þá get ég pantað kofann í vikunni og svo hvet ég þá sem ekki eru listaðir hér fyrir ofan en vilja koma með til að tilkynna þáttöku.

fimmtudagur, mars 8

Fífl og snillingar

Sælir kumpánar

Mig langaði bara aðeins að taka þátt í látunum í kring um blogg einhverrar demented femínista öfgabeyglu þar sem hún sér klám úr fermingarauglýsingu Smáralindar. Í fyrsta lagi finnst mér hún full klikk að sjá eitthvað klámfengið úr þessari mynd og í öðru lagi kemur hún upp um sig sem skelfilegan pervert með lýsingum sínum á því sem hún sér úr þessu.

Ég er ekki vanur að linka í önnur blogg, en þessi gaur hérna er einfaldlega snillingur og ég ætla ekki einu sinni að reyna að gera betur en hann í niðurrifi á þessu fáránlega bloggi beljunnar. Svo er líka hægt að sjá það sem hún skrifaði þarna, sem er gott því hún er búin að taka sitt blogg niður. Fífl.

Lunch

Sælir félagar allt að gerast í veiðimálum... líst mér á þetta... nú er bara að splæsa í vöðlur.......og allar græjur......

Vill minna FUGO-menn sem eru á landinu á Lunch á morgun föstudag kl 12... heyrst hefur að skemmtiatriði frá Bandaríska sendiráðinu verði á staðnum...og Magnús Shceving mun mæta og hoppa um á rassgatinu af einskærri gleði yfir eigin velgengni.............. allir að mæta sem vettlingi geta valdið........

föstudagur, mars 2

Veiðipósturinn II

Jæja, þá eru allavega einhverjar línur að skýrast. Þeir sem eru búnir að melda sig eru eftirfarandi:

Mósi
Trölli
Feitur
Skeinar
Nubbi Gerb
Páfagautur
Nærbuxna-Atli
Kolli dvergur
Smokkurinn
Hugni
Skói

Þessi listi er algerlega 100% bindandi og þeir sem eru á honum eru skuldbundnir að borga það sem sett er upp. Doktorinn er ekki enn búinn að melda sig, en það er nóg pláss fyrir alla nema konur.

Svo er það önnur spurning, og það er varðandi veiðitíma. Ég tel best að hafa þetta í byrjun ágúst, en ég vil fá fídbakk frá ykkur varðandi það. Svo er málið með helgar eða virka daga. Ég er t.d. búinn að vera að skoða eina frekar flotta á sem ég held að myndi henta okkur mjög vel, en allar helgar eru uppseldar þannig að við yrðum að vera allavega tvo virka daga. Það er í lagi mín vegna, en aftur þá vil ég fá fídbakk hvað þetta varðar.

Svo er vatnahugmyndin hans Kolla dvergs. Það er massagaman á Arnarvatnsheiði og yfirleitt fullt af fiski og hræódýrt. Gallinn er hins vegar sá að það þarf jeppa til að komast þangað(jepplingar okkar bræðra duga varla) og húsið er soldið robust, enginn pottur og kannski ekki rafmagn og svona. En endilega gefið líka fídbakk á það.

Og koma svo.......

miðvikudagur, febrúar 28

Veiðipósturinn

Sökum fjölda áskorana hefur veiðimósi farið á stúfana og kannað stöðuna hvað varðar veiði í sumar. Því miður er áin sem ég ætlaði að fá fyrir okkur fullbókuð, en það er nóg af öðrum ám sem við getum farið í. Það eru nokkrir hlutir sem við þurfum að komast að áður en ég get pantað leyfi handa okkur. Fyrst þarf ég að vita hverjir ætla að fara og hvað við verðum margir. Ég er búinn að finna eina frekar spennandi stórsilunga á sem er með massaflottum veiðikofa, heitum potti og alles, en við þyrftum að vera 12 saman því þar eru 6 stangir. Svo er ég með aðra á í sigtinu, en gallinn við hana er að þar er bara fluguveiði og allt er catch and release, en þar ætti hins vegar að vera frekar mikil veiði, og svo eina aðra sem ég veit ekki hvort sé uppseld eða ekki.

Allavega, þeir sem ætla að vera með þurfa að melda sig við mig eða hér á FUGO til að ég geti séð betur hverju ég á að vera að leita að og svo þurfa menn líka að kommenta hvað þeir vilja, hvort að silungaveiði sé fyrir neðan þeirra virðingu o.s.frv.

Hvað varðar byssuleyfin þá hvet ég ykkur eindregið að fara á námskeið. Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá hvað Gautur er spenntur fyrir byssunum, eina sem ég óttast er að hann muni go postal þegar hann er kominn með haglarann í hendurnar. Ég skal taka alla með á rjúpu og gæs í haust ef þið eruð með leyfi og veiðikort.

þriðjudagur, febrúar 27

Djöfull er kalt!!!

Jæja, þá er Karabíu-Mósi kominn aftur. Mér er kalt. Mér er svo kalt að mig langar ekkert að vera kominn aftur. Á föstudaginn sat ég í sólbaði og drakk marglitan kokteil með regnhlíf og röri. Núna sit ég inn á skrifstofu og þykist vinna og er skítkalt. Sjitt hvað ég vorkenni sjálfum mér mikið.

Þetta var reyndar massaskemtileg ferð. Sigla um höfin blá, kljást við snarbilaða halanegra á prúttmörkuðum, sveifla sér meðal apa og annarra furðudýra í frumskóginum(taldi mig sjá Einsa þarna, en er samt ekki alveg viss) og chilla á ströndum og sötra öl. Á kvöldin svo alltaf þriggja rétta lúxusmáltiðir, humar, steikur, kavíar, the works og svo alltaf einhver hrikalega góður eftirréttur, enda er ég orðinn jafn feitur og Teitur eftir ferðina.

Heimferðin var svo aðeins verri, sérstaklega þegar ég komst að því að við vorum með 37 kíló í yfirvigt. Kíló í yfirvigt kostar ekki nema um þúsund kall, þannig að yfirvigtin kostaði mig meira en flugmiði fyrir mig og frúna til London fram og til baka. Mér tókst reyndar að grenja þetta niður í 10 kíló en það breytir því ekki að mér finnst reglur um yfirvigt asnalegar. Ætti ég þá ekki að borga helmingi meira fyrir flugmiða en Helga því að hún er 50 kíló en ég 90 kíló? Ætti Ýmir þá ekki bara að fá að ferðast í flugfragt?

Allavega, við komumst heim heilu og höldnu án teljandi vandræða og reikna passlega með því að þurfa að nærast eingöngu á núðlusúpu næstu 3 mánuði til að geta borgað upp yfirvigtina. Sjitt hvað mig langar að eiga heima þarna í landi humra, sólar, stranda og ódýrs áfengis.

föstudagur, febrúar 9

Höfin blá

Jæja, þá fer að koma að því að Lord og Lady Mósi fari á flakk um heimsins höf. Við leggjum í hann á morgun, stoppum við í einn pint hjá Ými í Lundúnum og komum til Miami á Sunnudag. Þið megið vita að ég mun drekka einn bjór á mann á hverjum stað og hugsa mikið til ykkar klakabúa þegar ég ligg og sóla mig á hinum og þessum paradísareyjum. Vona bara að ég tínist ekki í frumskógum Panama. Svona til að svekkja ykkur þá er dagskrá ferðarinnar eftirfarandi:

Dagur 1: Siglt um höfin blá og drukknir nokkrir kokteilar
Dagur 2: Komið til Haiti, prúttað við halanegra, legið í hengirúmi á ströndinni og drukknir nokkrir kokteilar
Dagur 3: Siglt um höfin blá og drukknir nokkrir kokteilar
Dagur 4: Siglt um höfin blá og drukknir nokkrir kokteilar, fæ mér kannski 2-3 bjóra
Dagur 5: Komið til Aruba, farið á ströndina, drukknir nokkrir kokteilar og kaupi Kúbuvindla
Dagur 6: Komið til Curacao, farið á ströndina og drukknir nokkrir kokteilar
Dagur 7: Siglt um Panamaskurðinn, farið í frumskógarferð og drukknir nokkrir kokteilar
Dagur 8: Komið til Costa Rica. Ég veit ekkert hvað ég geri af mér í Costa Rica nema drekka nokkra kokteila
Dagur 9: Siglt um höfin blá og drukknir nokkrir kokteilar
Dagur 10: Siglt um höfin blá og drukknir nokkrir kokteilar. Kannski ég skelli mér líka í nudd í dag
Dagur 11: Sorgardagur þar sem skipið leggur aftur að höfn æi Miami og raunveruleikinn tekur við. Fæ mér nokkra kokteila til að lina sársaukann.

Hér er svo mynd af Lord og Lady Mósa á Curacao sem þið getið hlýjað ykkur við þegar þið eruð farin að sakna okkar um of.

mánudagur, janúar 29

Þessi er fyrir þig Krummi

Hvað er skemmtilegra en að skoða hressandi myndir af mönnum að smíða, vegna þeirra frábæru viðbragða sem ég fékk við verki mínu "menn að helluleggja" hef ég ákveðið að deila með ykkur öðru listaverki úr safni mínu. Það heitir "menn að smíða" og er einstak í þessari röð. Þeir sem hafa áhuga´á að skoða frekar verk mín get aglatt sig mig því að á næstunni verð ég með einkasýningu í gallerí Dverg, þetta verða mest megnis innsetningar og svo eitt vídeólistaverk. Ég er að reyna að fanga tíðarandann og stemminguna sem liggur í iðnaðarmennskunni.Þetta er eitthvað sem engin vill missa af.

Kv. Gautr

fimmtudagur, janúar 25

Pistill frústreraðs skrifstofumanns úr miðbænum


Hvað er fokking málið með gaurinn sem stendur hérna fyrir utan skrifstofuna mína og öskrar LJÓÐ LJÓÐ..... "hver heldur að vilji kaupa ljóð á þessum síðustu og verstu tímum. Það hafa reyndar verið upp hugmyndir hér í vinnunni að fara og kaupa bara lagerinn af gaurnum svo að vinnufriður fáist og þetta sífellda garg hætti. Við frekari eftir grenslan koms ég að skemmtilegum upplýsingum um þennan ágæta ljóðakall... þarna er á ferðinni hinn alræmdi Bader meinhof morðingi sem gerði garinn frægann á sjöunda áratug aldarinnar. Með þessar upplýsingar í farteskinu hef misst nokkuð álit á ljóðakallinum, þar sem ég er ekkert sérstaklega gefinn fyrir morðingja og hrekk í kút í hvert skipti sem hið taktfasta garg LJÓÐ Ljóð berst mér til eyrna. Án þess að ég ætli að vera með sleggjudóma um fólk!!

Sem betur fer situr trúbadorinn Jójó handan götunnar og syngur hástöfum gamla Bruce Springsteen slagara í yfirnátturulega lélega hljóðkerfið sitt.... Athygliverðast er þó að svo virðist sem enginn sé að standa rónavaktina hér í bænum þennan mánuðinn.. eru allir komnir í meðferð eða á Hraunið.... helvítis ræfildómur er þetta í rónunum að fara ekki´bara í lopapeysu og halda áfram með partíið....

Það er alltaf stuð í miðbænum... efast um að mannlífið sé eins skrautlegt í Borgartúninu....

leiter
Gautur

miðvikudagur, janúar 24

Pókemon

Um leið og ég vil þakka Páfagauti fyrir afskaplega fallega mynd af mönnum að helluleggja, þá vil ég einnig blása til pókerkvölds!

Já, það er algerlega kominn tími á að póka aftur og hef ég því ákveðið að það skuli pókað á föstudaginn. Við getum pókað í Mósahöllinni(stelpurnar verða ekki heima) og þá get ég rakað af ykkur fé á heimavelli. Svo getum við hringt í Ými og spælt hann þar sem hann liggur sveittur í Lundúnarborg yfir einhverri excel jöfnu.

þriðjudagur, janúar 23

mánudagur, janúar 22

Aðalsmaður

Nú er það opinbert og skráð, ég er svo sannarlega aðalsborinn. Ég var að panta mér flug á netinu með British Airways og þar getur maður valið sér titil, t.d. Mr., Ms., Mrs. o.s.frv. Ég valdi að sjálfsögðu viðeigandi titil og þann 11. febrúar mun Lord Haraldur Hrafn og Lady Helga Rún ferðast til Miami. Ætli þeir verði reddí með rauða dregilinn, kavíarinn og kampavínið?

föstudagur, janúar 19

Hryðjuverkavarnir

Kaninn er nokkuð séður í vörnum sínum gegn fúlmennum alls konar og ljóst að vondu kallarnir eiga nú erfitt með að fara til BNA til að valda usla. Mar þarf nebbla að sækja um Visa til að komast þangað og screening ferlið er nokkuð stíft. T.d. er ég viss um að margir krimmar, hryðjar og fyrrverandi fangaverðir í Auswitch hafi komið upp um sig á þessari lúmsku spurningu á Visa umsókninni:

Do you seek to enter the United States to engage in export control violations, subversive or terrorist activities, or any other unlawful purpose? Are you a member or representative of a terrorist organization as currently designated by the U.S. Secretary of State? Have you ever participated in persecutions directed by the Nazi government of Germany; or have you ever participated in genocide?

þriðjudagur, janúar 9

2007!!!!!

Kærar þakkir fyrir síðast þið sem voru hjá ými og betu á laugardaginn.... þrælgaman alveg...Datt í hug að það væri upplagt að við byrjuðum að blogga hér aftur.....

hér í vinnunni hafa verið eldheitar umræður um Greys anatomy.. og hvort að lýtalæknririnn sé úlfur í sauðagæru og um einhvejra Meridith..... ég veit ekki hvað finnst ykkur strákar... ( konurnar hafa tekið völdin endanlega.)

fór í gær og fékk það staðfest að ég þarf að fara að ganga með gleraugu.... ég sé svo sem ekkert rosalega illa per se... vandinn felst í því að ég er sem sé fjærsýnn á öðru auganu og nærsýnn á hinu #!##! sem er víst ekkert rosalega algengt ....týpískt.. þannig að ég þarf að sætta mig við það að fara að brúka gleraugu.. það verður erfitt...

Anyways.... Hvet utanlands fara (ými) til að reporta annars lagið hérna.